top of page
Nurse Talking to Patient

Undanþágur

Upplýsingar um umsóknir um notkun efna á bannlista í lækningaskyni (TUEs)

Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar um bönnuð efni og aðferðir gildir innan ÍSÍ. Listinn er uppfærður 1. janúar ár hvert og er að finna á vef lyfjaeftirlitsins, sjá hér.

Með nýjum Alþjóðalyfjareglum breyttust reglur um undanþágur í lækningaskyni, þann 1. janúar 2021. Í dag fer það eftir afreksstigi hvort skila þarf inn undanþáguumsókn fyrirfram eða afturvirkt*. Ef íþróttamaður á landsstigi þarf, samkvæmt læknisráði að taka inn efni sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, verður hann að sækja um undanþágu. Á landsstigi teljast allir sem keppa í efstu deild eða til Íslandsmeistaratitils í fullorðinsflokki í sinni íþrótt. Einnig eru allir í landsliðum sinna íþrótta á landsstigi, óháð aldursflokki landsliðs.

Undanþágueyðublöðin, sem meðhöndlandi læknir fyllir út, er að finna á vef lyfjaeftirlitsins. Rétt útfyllta umsókn skal svo senda til undanþágunefndar Lyfjaeftirlits Íslands sem tekur hana til umfjöllunar og afgreiðir. Umsóknina ber að fylla út á ensku og mikilvægt er að skila inn öllum umbeðnum gögnum. Umsóknareyðublaðið eitt og sér dugir ekki heldur verða viðeigandi læknisfræðileg gögn að fylgja.

*Almennt skal allt íþróttafólk á svokölluðu landsstigi skila inn undanþágumsókn fyrirfram en einnig þurfa allir þeir sem keppa fyrir hönd Íslands eða eru í skráðum lyfjaprófunarhóp LÍ að sækja um fyrirfram.  Allir aðrir eiga þess kost á að sækja um undanþágu "eftir á", þ.e. eftir að viðkomandi undirgengst lyfjaeftirlit.
Leiðbeiningar fyrir umsóknir vegna ADHD má finna með því að smella hér

Ítarlegri leiðbeiningar frá WADA fyrir umsóknir vegna ADHD má finna með því að smella hér

bottom of page