top of page
Water Splash in Motion

Gildi hreinna íþrótta

Virðing

Virðing er undirstaða þess að hreinar íþróttir geti þrifist og dafnað. Virðing fyrir samherjum, mótherjum, dómurum, reglum leiksins og íþróttinni sjálfri. Virðing fyrir eigin heilsu og líkama er einnig hluti af því að stunda hreinar íþróttir.

Image by Miguel Puig

Heiðarleiki

Að vera heiðarlegur íþróttamaður er forsendan fyrir því að geta kallað sig sannan íþróttamann. Heiðarleiki er órjúfanlegur hluti af alvöru íþrótt. Heiðarleiki snýst um að gera hið rétta, jafnvel þegar enginn horfir.

Image by Janosch Diggelmann

Frammistaða

Með vinnusemi og elju er hægt að ná afburðaárangri. Að leitast við að vera sem bestur á eigin verðleikum, með því að vera góð fyrirmynd og bera virðingu fyrir íþróttinni, sem og líkama og sál er hluti af því að vera góður íþróttamaður og jafnframt stuðla að hreinum íþróttum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri.

Athletics

Sanngirni

Lyfjareglurnar undirstrika jafnan rétt einstaklinga til að ná árangri á eigin verðleikum og hæfileikum, með áreynslu og eljusemi - án þess að nota ólögleg lyf eða aðferðir til þess.

Image by Victor Freitas

Ábyrgð

Íþróttamenn bera ábyrgð á eigin árangri - og einnig á því hvað þeir setja í líkama sinn, hvernig þeir æfa og hvaða ákvarðanir þeir taka. Íþróttamenn bera 100% ábyrgð á sjálfum sér gagnvart lyfjareglunum. Aðstoðarfólk íþróttamanna ber einnig ábyrgð á því að fylgja lyfjareglum og stuðla að hreinum íþróttum.

Image by Tom Pottiger

Hugrekki

Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og sigla í gegnum krefjandi tíma á íþróttaferlinum. Það krefst hugrekkis að standast freistingar þess að nota ólögleg lyf og að tala gegn ólöglegri lyfjanotkun og óheiðarleika í íþróttum.

Image by Rob Wingate

©2018 by Lyfjaeftirlit Íslands. Proudly created with Wix.com

bottom of page