ADHD
Upplýsingar um umsóknir fyrir notkun efna í lækningarskyni vegna ADHD
Varðandi umsóknir vegna ADHD, þá þarf samantekt varðandi greininguna að fylgja umsókn. Það þýðir að ekki er fullnægjandi að senda t.d. vottorð sem segir einfaldlega að íþróttamaður sé með ADHD, heldur þarf að skila samantekt sem skýrir hvernig greiningin fór fram, hvaða spurningalistar voru notaðir við greininguna o.s.frv..
Slík samantekt frá sérfræðingi/sálfræðingi varðandi greininguna er þá í samræmi við WADA guidelines (bls 2) sbr. þetta atriði hér að neðan:
„The specialist physician should have assessed the patient/athlete’s clinical history and examination and may have also interviewed parents or partners and assessed supporting documents in the form of school reports and/or previous medical- /paramedical assessments. The findings of this comprehensive assessment must meet the DSM-5 criteria (or ICD 10). Simply stating that the patient meets the DSM 5 criteria is not adequate. There should be some description or summary on how the criteria were assessed and which criteria were met.“
Smellið hér fyrir leiðbeiningarnar
Samantektin má vera á íslensku ef hún er ekki til á ensku. Umsóknin er hins vegar á ensku og ber að fylla út þannig. LÍ sér um að þýða samantektir yfir á ensku eftir því sem við á.