top of page

Lyfjapróf

Almennar spurningar og svör varðandi lyfjapróf

Get ég eða mun ég vera prófuð/prófaður?

Ef þú ert skráður iðkandi í íþróttahreyfinguna og tilheyrir sérsambandi eða nefnd innan ÍSÍ og/eða Alþjóðaólympíuhreyfingarinnar, þá heyrir þú undir lyfjaeftirlit. Það þýðir að þú getur þurft, þegar þess er óskað, að undirgangast lyfjapróf hvar og hvenær sem er.

Hvernig er valið í lyfjapróf?

Til eru þrjár aðferðir til að velja í lyfjapróf:

  1. Valið/dregið af handahófi

  2. Sérstaklega valið (ekki handahófskennt)

  3. Valin sæti fyrirfram (algengt t.d. í einstaklingsíþróttum)

Hvernig fer lyfjapróf fram?

Lyfjapróf hefst þegar íþróttamaður er boðaður í lyfjaprófið og því lýkur þegar lífsýnið (þvag og/eða blóð) er búið að innsigla. Íþróttamaðurinn er sá eini sem meðhöndlar sýnið í gegnum ferlið, skv. leiðbeiningum lyfjaeftirlitsaðila. Lyfjaeftirlitsaðili sér um að fylla út öll eyðublöð og kemur svo sýninu á þar til gerða rannsóknarstofu til greiningar.

Hvar eru sýnin rannsökuð?

Einungis rannsóknarstofur sérstaklega vottaðar af WADA (World Anti-Doping Agency) hafa leyfi til þess að greina sýni íþróttamanna. Engin slík rannsóknarstofa er hér á landi og því eru sýnin send erlendis. Lyfjaeftirlit Íslands sendir flest sýni sem stofnunin tekur til Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Algengur tími sem tekur að rannsaka sýnin er um 3-4 vikur. Íþróttamenn eru ekki sérstaklega látnir vita ef um neikvæða rannsóknarniðurstöðu er að ræða.

bottom of page