Stöðvum lyfjamisferli í íþróttum

Hjálpaðu okkur að stuðla að heiðarlegu og öruggu keppnis- og æfingaumhverfi á Íslandi.

Þú getur búið yfir vitneskju um brot á lyfjareglum og hugsanlega getur þú verið mikilvægur partur af máli sem getur hjálpað okkur að sýna fram á brot á lyfjareglum. Kerfið er eingöngu til þess að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum í íþróttum, skv. Lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum. Það felur í sér m.a.:

 

  • Notkun efna á bannlista

  • Að eiga eða hafa undir höndum efni á bannlista

  • Framleiðsla, dreifing eða sala á efnum eða efni á bannlista

  • Hvatningu til eða aðstoð við notkun efnis á bannlistaVið viljum vita það sem þú veist, jafnvel þó að þú sért ófær um að sanna mál þitt eða efist um að grunur þinn eða vitneskja geti hjálpað. 

Engu að síður þá þarftu að veita upplýsingarnar í góðri trú, þ.e. þú mátt ekki gefa vísvitandi falskar eða rangar upplýsingar.

Þar af leiðandi getur kerfið ekki verið notað til þess að ranglega saka neina persónu um neitt.

Allar skýrslur munu vera meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Þú hefur möguleika á því að senda inn upplýsingar undir nafnleynd.

Þó hvetjum við þig til þess að gefa upp nafn þitt í skýrslunni. Hvort sem þú velur að koma fram undir nafni eða nafnleynd , þá biðjum við þig vinsamlegast um að stofna svokallað öryggispósthólf. Það gerir okkur auðveldara fyrir og öruggara að hafa samskipti við þig.

Þú getur fundið frekari upplýsingar um nafnleynd undir "friðhelgisstefnunni" á lyfjaeftirlit.whistleblowingnetwork.net eða með að smella á hnappinn hér til hliðar.

Capture_bannlisti_01.01.2020.JPG
Log_ISI_takki.PNG