Aðal ástæðan fyrir því að efni eða aðferð sé á bannlista WADA eru árangursbætandi en jafnframt heilsuspillandi áhrif þeirra. Sum þeirra geta verið mjög hættuleg og jafnvel banvæn. Bannlisti WADA gildir á alþjóða grundvelli.
Notkun margra efnanna á bannlistanum getur haft í för með sér alvarlegar og óafturkræfar aukaverkanir. Sumra þessara aukaverkanna er ekki hægt að koma í veg fyrir og/eða koma jafnvel seint fram. Þetta á við um t.d. anabólíska stera.