Lyfjaprófunarferlið
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig lyfjaprófunarferlið fer fram, allt frá boðun íþróttamanns í lyfjapróf þar til sýnið er sent á rannsóknarstofu til greiningar. Lyfjapróf framkvæmd á vegum Lyfjaeftirlits Íslands fylgja alþjóðlegum staðli World Anti-Doping Agency um framkvæmd lyfjaprófa.

-
Lyfjaprófanir eru óhjákvæmilegur þáttur í lyfjaeftirliti, til þess að vernda heilsu íþróttafólks og heiðarlega keppni, og lyfjaeftirlit reiða sig á samvinnu við íþróttafólk svo að hægt sé að halda úti enn öflugra eftirliti.
-
Lyfjaeftirlit Íslands heyrir undir World Anti-Doping Agency (WADA) og er því skuldbundið til þess að lyfjaprófa einstaklinga eftir ákveðnu ferli og reglum.
-
Sýnatökur sem framkvæmdar eru af Lyfjaeftirliti Íslands eru í fullu samræmi við þá staðla sem gefnir hafa verið út af WADA en alþjóðastaðal um framkvæmd lyfjaprófa má finna með að smella hér
-
Lyfjaprófunarferlið er hannað til þess að sýnatakan fari fram á öruggan hátt og sýnin séu meðhöndluð örugglega í gegnum allt ferlið.
-
Sýnatökuferli hefst þegar íþróttamaður er boðaður í lyfjapróf og lýkur þegar sýnið er sent til WADA-viðurkenndrar rannsóknarstofu .