top of page

Hjólreiðamaður úrskurðaður í sex ára óhlutgengi

  • Writer: Lyfjaeftirlit Íslands
    Lyfjaeftirlit Íslands
  • Nov 20
  • 1 min read

Updated: Nov 21

Þorsteinn Bárðarson, hjólreiðamaður úr hjólreiðafélaginu Tindi (íþróttamaðurinn), hefur verið úrskurðaður í sex ára óhlutgengi af Lyfjaeftirliti Íslands eftir að hafa gerst brotlegur við eftirfarandi lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands: Gr. 2.1 – Tilvist bannaðs efnis eða niðurbrotsefnis eða annarra lífvísa sem finnast í líkamssýnum. Gr. 2.2 - Notkun eða tilraun til notkunar á bönnuðu efni eða aðferð. Brotin eru á grundvelli tilvistar eða notkunar á eftirfarandi efnum á bannlista WADA:


Í flokki S1.1 – Anabólískir- andrógenískir sterar (AAS): •    Testosterone

Í flokki S1.2 - Önnur anabólísk efni:

  • Ligandrol

  • Ostarine

  • RAD140

Í flokki S4 - Hormóna- og efnaskiptamiðlarar:

  • Arimistane

 

Brotin fela ekki í sér sérstaklega tilgreind efni og þar sem ekki er sýnt fram á að brotið hafi ekki verið að yfirlögðu ráði af hálfu íþróttamanns skr. gr. 10.2.1 í lyfjareglum eru viðurlögin við því fjögurra (4) ára óhlutgengi. Þá liggur tilvist eða notkun margra bannaðra efna samtímis ásamt höfnun á því að leggja fram gögn, til grundvallar versnandi kringumstæðna skv. gr. 10.4 í lyfjareglum og réttlætir það að viðurlög séu þyngd um tvö (2) ár. Úrskurðinum var ekki áfrýjað og  samþykkti íþróttamaður fyrirhugað óhlutgengi innan 20 daga skv. gr. 10.8.1 í lyfjareglum, sem styttir sjálfkrafa óhlutgengi vegna brota á reglu sem annars ber með sér fjögurra (4) ára óhlutgengi eða meira, um eitt (1) ár. Íþróttamaðurinn sætir því fimm (5) ára óhlutgengi frá 21. ágúst 2025 að telja, til og með 20. ágúst 2030. Úrskurðinn má finna hér.


Lyfjaeftirlit Íslands ber ábyrgð á að innleiða og framfylgja lyfjareglunum á Íslandi í samræmi við Alþjóðalyfjareglurnar. Það vinnur að því að vernda heilindi í íþróttum og réttindi hreins íþróttafólks.


ree

©2018 by Lyfjaeftirlit Íslands. Proudly created with Wix.com

bottom of page