Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann
- Lyfjaeftirlit Íslands
- 2 days ago
- 1 min read
Þorsteinn Bárðarson, hjólreiðamaður úr hjólreiðafélaginu Tindi, hefur verið úrskurðaður í bráðabirgðabann skv. lyfjareglum Lyfjaeftirlits Íslands, eftir að lyfjapróf sem hann undirgekkst í keppni þann 21. ágúst sl., skilaði afbrigðilegri niðurstöðu (e. Adverse Analytical Finding) vegna tilvistar eftirfarandi efna í sýninu, og eru á bannlista WADA 2025:
Í flokki S1.2 - önnur anabólísk efni:
Ligandrol
Ostarine
RAD140
Í flokki 4 - hormóna- og efnaskiptamiðlarar:
Arimistane
Íþróttamanninum var tilkynnt um niðurstöðurnar og bráðabirgðabannið þann 22. september síðastliðinn.
Lyfjaeftirlitið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir.
Lyfjaeftirlit Íslands ber ábyrgð á að innleiða og framfylgja lyfjareglunum á Íslandi í samræmi við Alþjóðalyfjareglurnar. Það vinnur að því að vernda heilindi í íþróttum og réttindi hreins íþróttafólks.

