top of page

Hreinn árangur

Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum

 

— Enginn afsláttur- engar aukaverkanir

Lyf og lýðheilsumál

Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál

  • Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins.
     

  • Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin.
     

  • Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit.
     

  • Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.
     

  • Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð.
     

  • Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.

Smelltu hér til að fá upplýsingar um hvert er hægt að leita hjálpar vegna steranotkunar
bottom of page