top of page

Bannlistinn 2023

Árlega gefur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) út lista sinn yfir efni og aðferðir sem bönnuð eru.  Smellt er á myndina hér til hægri til þess að sjá listann. Auk þess gefur WADA út sérstakan eftirlitslista yfir efni sem ekki eru bönnuð en fylgst er sérstaklega með notkun á. Þann lista má sjá hér. Breytingar á bannlistanum milli ára má finna með að smella hér.

Hægt er að fletta upp efnum til að athuga hvort þau séu á bannlista WADA inni á heimasíðu Global Drug Reference Online: GLOBALDRO.COM
Ath. Slegið er inn heiti efnisins eða lyfsins á því tungumáli sem valið er.

Bannlistinn 2023 hefur nú verið birtur og má nálgast hann og helstu breytingar milli ára með því að smella hér. Nýr listi tekur gildi 1. janúar ár hvert.
 

Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands 2021-2027

Fyrstu Lög ÍSÍ um lyfjamál voru samþykkt á Íþróttaþingi þann 18. apríl 2009 og ný og uppfærð lög gefin út reglulega samkvæmt alþjóðasamþykktum.

 

1. janúar 2021 tóku Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands við af lögunum sem gildandi lyfjareglur á Íslandi. Reglurnar uppfylla öll skilyrði sem Alþjóðalyfjaeftirlitið gerir um slíkar reglur. Þau útskýra réttindi og skyldur hagsmunaaðila gagnvart lyfjaeftirlitsmálaflokknum. Sérsamböndum ÍSÍ ber að fylgja reglunum og fella þær inn í sín lög og reglugerðir. Lyfjareglurnar eru uppfærðar á sex ára fresti og næstu reglur munu því taka gildi 1. janúar 2027. Reglurnar gilda um alla iðkendur innan ÍSÍ. Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands eru byggðar á Alþjóðalyfjareglunum en Alþjóðalyfjareglurnar eru æðri Lyfjareglum Lyfjaeftirlits Íslands ef upp kemur ágreiningur.



Alþjóðalyfjareglurnar 2021-2027

Tilgangur Alþjóðalyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.

bannlisti_2023_mynd.JPG
Lyfjareglur_LÍ_2020_mynd.JPG
WADA_Code_2021_mynd.JPG
bottom of page