top of page
Crate of Fresh Fruit

Fæðubótarefni

Vertu upplýst/ur um hætturnar

Ólíkt lyfjum, þá sæta fæðubótarefni ekki sérstöku eftirliti lyfja- eða matvæla- eða annarra eftirlitsstofnanna. Það er því líklega engin trygging fyrir því að fæðubótarvaran sem þú neytir sé það sem þú heldur að hún sé.

Því miður er ekki óalgengt að fæðubótarvörur séu illa merktar eða hafi villandi innihaldslýsingar. Það getur annars vegar lýst sér í því að efni í fæðubótarvörunni (og í innihaldslýsingu) séu á bannlista, og hins vegar geta efni leynst í vörunni án þess að það komi fram í innihaldsslýsingu. Þá er talað um mengaða vöru. Slíkt er gert í þeim tilgangi að selja meira af vörunni vegna árangursbætandi áhrifa hennar. Þetta á við um fæðubótarvörur á heimsvísu.

Framleiðendur og dreifingaraðilar fæðubótarvara eru oft stóryrtir um gagnsemi varanna og nota markaðsaðferðir og auglýsingar sem engar vísindalegar sannanir liggja á bakvið.

Lyfjaeftirlit Íslands og önnur lyfjaeftirlit í íþróttum votta ekki sérstaklega fæðubótarefni né aðrar vörur og það er því á ábyrgð neytandans að neyta ekki vara sem innihalda efni á bannlista WADA.

Vegna þessa er mikilvægt fyrir íþróttafólk að horfa á slíkar vörur með gagnrýnum augum, bæði varðandi innihaldið og gagnsemi þeirra fyrir íþróttaiðkun.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband á lyfjaeftirlit@lyfjaeftirlit.is.

bottom of page